Winter Wonderland sýningin 28.-30. nóvember - Upplýsingar
|
|
Time to read 2 min
|
|
Time to read 2 min
Þá er komið að loka sýningu ársins - Winter Wonderland & Íslands Winner sýningunni! Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal og er norðurlanda- og Crufts qualification sýning. Skráðir á sýninguna eru rúmlega 1.000 hundar ásamt 36 ungum sýnendum fyrir þrjá daga.
Dæmt verður í 6 sýningahringjum samtímis alla þrjá dagana. Á föstudag verður hvolpasýning og keppni ungra sýnenda, húsið opnar 17:30 og hefjast allir hringir kl. 18:00, úrslit áætluð um kl. 20:00. Á laugardag og sunnudag opnar húsið kl. 8:00 og hefjast allir dómhringir kl. 9:00. Áætlað er að úrslit hefjist kl. 14:30 laugardag og kl. 14:45 sunnudag.
FRÍTT er inn á sýninguna í boði ACANA og er því engin miðasala á staðnum, rósettusalan verður á sínum stað að venju meðan sýningunni stendur. Vekjum athygli að ekki er tekið við seðlum í rósettusölunni, einungis kortum.

Dómarar hvolpasýningarinnar eru: Astrid Lundava (Eistland), Kimmo Mustonen (Finnland), Paul Stanton (Svíþjóð), Perttu Ståhlberg (Finnland) og Sara Nordin (Svíþjóð). Svein E. Bjørnes (Danmörk) dæmir unga sýnendur.
Dómarar laugardags og sunnudags eru: Astrid Lundava (Eistland), Kimmo Mustonen (Finnland), Paul Stanton (Svíþjóð), Perttu Ståhlberg (Finnland), Sara Nordin (Svíþjóð) og Svein E. Bjørnes (Danmörk).
Hér er hægt að sjá dagskrá sýningar, PM (dagskrá hringja) og dagskrá úrslita.
Úrslit, umsagnir og sýningaskrá má finna á hundavefur.is
Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að taka upp rusl eftir sig og nýta sér ruslafötur á svæðinu, nóg er af þeim. Við erum á glænýjum teppum og við viljum geta nýtt þau aftur svo höldum svæðinu okkar hreinu.
Stjórn félagsins og sýningastjórn minna á að ekki er leyfilegt að nota ólöglegan sýningarbúnað á sýningum HRFÍ. Borist hafa athugasemdir frá dýraverndarfélögum um að félagsmenn notist enn við slíkan búnað og geta sýnendur átt von á stikkprufum á komandi sýningum þar sem hringstjóri eða annar starfsmaður sýningar fær heimild til þess að skoða sérstaklega sýningatauma/ólar sem mætt er með í hring og hefur heimild til þess að vísa sýnanda úr hring sé búnaðurinn talinn ólögmætur.
Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
Sýningastjórar eru Ágústa Pétursdóttir og Anna Guðjónsdóttir.
Við hlökkum til að sjá ykkur og gangi ykkur vel!