BOAS

BOAS er próf sem metur heilbrigði öndunarfæra hjá stuttnefja tegundum. Í dag er prófið fyrir Enskan bolabít, Franskan bolabít og Pug. Þessar tegundir munu þurfa að standast slíkt mat fyrir ræktun í framtíðinni. Hér fyrir neðan má stutta skýringu á BOAS og lista yfir þá dýralækna sem hafa HRFÍ viðurkenningu til að framkvæmda þetta mat.

Hvað er BOAS?

BOAS mat var upprunanlega þróað af The Royal Kennel Club og háskólanum í Cambridge í Englandi og hefur verið nota til að meta heilbrigði öndunarfæra hjá stuttnefja hundategundum, aðallega Pug, Frönskum Bolabít og Enskum bolabít.  Matið er hugsað fyrir ræktendur til að geta með auðveldari hætti valið þau ræktunardýr sem þeir nota með tilliti til aukins heilbrigðis í tegundunum.  Matið er framkvæmt af dýralæknum sem hafa fengið sérstaka þjálfun í að meta heilbrigði öndunarfæra tegundanna. 

Hægt er að meta alla hunda af þessum tegundum frá 12 mánaða aldri og ætti að meta þá á 2. ára fresti meðan þeir eru í ræktun.

Hundategundir með stutt trýni og breiðan haus eru kölluð „brachycephalic“ kyn (brachy þýðir stutt og cephalic vísar til höfuðs).  Í sumum hundum af þessum hundakynjum getur verið ofvöxtur í mjúkgómnum í trýni/hálsi hundsins sem getur valdið erfiðleikum við öndun, þetta veldur því að hundurinn hrýtur og heyrist í honum hrothljóð þegar hann hleypur eða hreyfir sig.  Þetta er ástand sem getur ágerst með auknum aldri og valdið því að hundurinn þurfi aðgerð til að laga mjúkgóminn. 

Til að koma í veg fyrir að þetta heilkenni sé ræktað fram, mun HRFÍ í framtíðinni fara fram á að allir hundar af tegundunum Pug, Franskur bolabítur og Enskur bolabítur séu metnir áður en þeir eru notaðir í ræktun. 

Hvernig fer matið fram?

Eins og áður sagði eru það dýralæknar sem hafa fengið sérstaka þjálfun í mati á heilbrigði öndunarfæra sem sjá um matið. Dýralæknirinn mun hlusta hundinn með hlustunarpípu meðan hann er rólegur og í hvíld.  Síðan er hundurinn hvattur til að hreyfa sig rösklega í um 3 mínutur (hlaupa, ganga hratt) og dýralæknirinn hlustar hann aftur. Dýralæknirinn metur hann síðan eftir nákvæmum kvarða og gefur gráðu.

Frekari upplýsingar um BOAS og BOAS mat (á ensku) má finna á eftirfarandi slóðum:
Grein hjá FCI
Cambridge - Um BOAS

Dýralæknar sem hafa HRFÍ viðurkenningu til að framkvæma BOAS próf

Aðalbjörg Jónsdóttir
Agnes Helga Martin
Andrea Björk Hannesdóttir
Ásdís Linda Sverrisdóttir
Caglayan P. Cetin Ásgeirsson
Elín Rúna Backmann
Erna Kristín Arnarsdóttir
Guðjón Sigurðsson
Halldóra Hrund Guðmundsdóttir
Hanna María Arnórsdóttir
Harpa Luisa Tinganelli
Hildigunnur Georgsdóttir
Hrund Ýr Óladóttir
Jóhanna Helga Þorkelsdóttir
Lísa Bjarnadóttir
Sanita Sudrabina
Silja Edvardsdóttir
Sólrún Barbara Friðriksdóttir
Sunneva Jóhannsdóttir
Svafa Sigurðardóttir
Svala Ögn Kristinsdóttir
Úndína Ýr Þorgrímsdóttir