Hvað eru sýningar? Upplýsingasíða
HRFÍ sér um að halda sýningar fyrir allar tegundir á Íslandi sem samþykktar eru af FCI og HRFÍ. Í dag eru haldnar 6 sýningar á 5 helgum. Tvær helgar eru utandyra en hinar eru inni. Félagið stendur einnig reglulega fyrir hvolpasýningum. Allar þessar sýningar eru auglýstar á sýningadagatali félagsins, ásamt dómaraáætlun fyrir hverja sýningu.
Deildir félagsins halda reglulegar deildarsýningar sem samþykktar eru af félaginu.
Ýmsar upplýsingar um sýningar má finna hér að neðan.
Hundasýningar
-
Grunnatriðin
Hundasýning er kynbótamat á hundum, þar sem hvert hundakyn er dæmt samkvæmt tegundastaðli tegundarinnar (finna má staðlana inn á www.fci.be). Hundarnir eru dæmdir út frá aldri, kyni, tegundaeinkennum, byggingu og hreyfingum. Dómarar leggja mat á hundana og skrifa skriflega umsögn sem hægt er að nálgast rafrænt á Hundavefur.is.
-
Fyrsta hundasýning HRFÍ
Þann 25. ágúst 1973 hélt HRFÍ fyrstu hundasýninguna á Íslandi og var sýningin haldin í Hveragerði. Dómari á þessari fyrstu sýningu var Jean Lanning frá Englandi og þurfti hún að fá undanþágu til að dæma hér þar sem sýningin var ekki alþjóðlega viðurkennd.
Alls voru skráðir 60 hundar á sýninguna. Stærsti hópurinn voru íslenskir fjárhundar 23, Poodle 13, Collie-hundar 9 og aðrir voru af ýmsum tegundum.
Óhætt er að segja að þessi fyrsta sýning hafi vakið mikla athygli, meðal annars var hennar getið í annál Ríkissjónvarpsins 1973. -
Hundasýningar í dag
Hundasýningar HRFÍ hafa aðeins stækkað síðan fyrsta sýningin var haldin 1973. Í dag mæta í kringum 1.000 hundar á hverja sýningu af yfir 100 tegundum. Hvolpa sýningar eru haldnar reglulega, en þar hafa mætt allt að 230 hvolpar á eina sýningu. Upplýsingar um sýningar má finna í syningadagatali félagsins.
Hagnýtar upplýsingar
-
Sýningaskipurit
Sýningaskipurit sýnir yfirlit yfir gang sýninga, hvaða aldur tilheyrir hvaða flokkum, hvaða einkunn flokkar geta fengið og hvaða verðlaun er hægt að vinna sér inn.
Sjá sýningaskipurit hér.
-
Skráningar
Skráning á sýningar félagsins og deilda innan þess fara allar í gegnum skráningavefinn Hundavefur.is. Til að skrá á sýningu félagsins þarf að vera virkur félagsmaður.
-
Útskýring flokka og litaspjalda
Boðið er upp á nokkra mismunandi flokka á hverri sýningu. Mismunandi er eftir flokkum hvaða einkunnir hundar geta fengið. Þessar upplýsingar er allar að finna í sýningareglum félagsins. En hér má sjá smá samantekt til að fá yfirsýn.