Winter Wonderland sýning HRFÍ 28.-30. nóvember

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá styttist í loka sýningu ársins, Winter Wonderland sýninguna, en hún fer fram 28.-30. nóvember í reiðhöll Fáks í Víðidal.

Skráning á sýningarnar er með besta móti, en 155 hvolpar auk 36 ungra sýnenda eru skráð á hvolpasýninguna 28. nóvember og yfir helgina eru skráðir um 880 hundar á Ísland Winner sýninguna. Hvolpasýningin hefst kl. 18:00 og dómar laugardag og sunnudag hefjast að venju kl. 9:00.

Dómarar hvolpasýningarinnar eru: Astrid Lundava (Eistland), Kimmo Mustonen (Finnland), Paul Stanton (Svíþjóð), Perttu Ståhlberg (Finnland) og Sara Nordin (Svíþjóð). Svein E. Bjørnes (Danmörk) dæmir unga sýnendur.

Dómarar laugardags og sunnudags eru: Astrid Lundava (Eistland), Kimmo Mustonen (Finnland), Paul Stanton (Svíþjóð), Perttu Ståhlberg (Finnland), Sara Nordin (Svíþjóð) og Svein E. Bjørnes (Danmörk).

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. Uppfært 25.11.2025.

Dagskrá hvolpasýningar - 28. nóvember PM - hvolpasýningar
Dagskrá laugardags - 29. nóvember PM - Winter Wonderland sýning
Dagskrá sunnudags - 30. nóvember Dagskrá úrslita