Afreks- og þjónustuhundar

Á nóvembersýningu HRFÍ, ár hvert mun afreks- og þjónustuhundur ársins verða heiðraðir.
Leitað er eftir tilnefningum í þessa samkeppni.
Með tilnefningunni þarf að fylgja frásögn um hundinn og góðverk hans ásamt öðrum nauðsynlegum upplýsingum s.s. nafn hans, aldur, nafn eiganda, nafn sendanda, o.s.frv.
Ekki eru gerðar kröfur um að hundurinn sé hreinræktaður.
Allar tilnefningar eru vel þegnar jafnvel þó langt sé um liðið.

Til að taka þátt í vali um afrekshund ársins þarf hundurinn með einhverjum hætti að hafa komið að björgun manna og/eða dýra, liðsinnt fötluðum eða veikum einstaklingum eða verið til uppörvunar og hjálpar á einn eða annan hátt.
Margar frásagnir eru til af hetjudáðum „besta vinar mannsins” sem hafa snortið hjörtu okkar.

Undir heitið þjónustuhundur ársins tilheyra þeir hundar sem vinna allan ársins hring að þjónustu í samfélaginu. Þar má nefna lögreglu- fíkniefna- toll- björgunarhunda o.s.frv.
Tilnefningar skal senda með pósti til skrifstofu HRFÍ eða með tölvupósti, netfang:hrfi@hrfi.is

Skilafrestur rennur út 1. september ár hvert.

Hér fyrir neðan getur þú séð hundana sem hlotið hafa titilinn afreks- og þjónustuhundur ársins