
Augnskoðun
2025
2.-4. apríl - Jannika Helkala - Reykjavík
Skráning opnar 5. febrúar, skráningu lýkur 24. mars, nema að fyllist fyrr
26.-28. júní - Jens Kai Knudsen & Pia Bjerre Pedersen - Reykjavík & Akureyri
Skráning opnar 22. apríl, skráningu lýkur 16. júní, nema að fyllist fyrr
3.-5. september - Jannika Helkala - Reykjavík
Skráning opnar 2. júlí, skráningu lýkur 25. ágúst, nema að fyllist fyrr
13.-15. nóvember- Pia Bjerre Pedersen & Susanne Mølgaard Kaarsholm - Reykjavík
Skráning opnar 15. september, skráningu lýkur 3. nóvember, nema að fyllist fyrr
Ferill augnskoðunar
Tímapantanir fara fram í gegnum Hundavefá skrifstofu. Ganga skal frá greiðslu um leið og hundur er skráður. Augnskoðun er aðeins í boði fyrir hunda með ættbók hjá HRFÍ. Leiðbeiningar um skráningu má finna hér.
Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrunum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur reglugerð um skráningu í ættbók fyrir viðkomandi hundategund.
Brjóti ræktandi gegn þessum ákvæðum verður mál hans sent til Siðanefndar.
Nokkrum sinnum á ári koma hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda. Reikna má með að augnskoðunum sé dreift jafnt yfir árið og að a.m.k. ein sé haldin utan höfuðborgarsvæðisins. Dýralæknarnir augnskoða hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.
Svona fer augnskoðun hunda fram...Þegar mætt er með hund í augnskoðun þarf að skanna örmerki og setja í hann dropa sem víkka út augasteinana. Droparnir þurfa að bíða í augunum í amk 15 mínútur. Augun eru skoðuð í myrkvuðu herbergi þar sem hundurinn stendur upp á borði. Niðurstaða fæst strax og komi upp athugasemdir útskýrir augnlæknirinn þær á ensku (getur einnig útskýrt á dönsku). Útskýringar má einnig fá hjá starfsfólki í augnskoðun eða starfsfólki skrifstofu félagsins.