Dagsetningar augnskoðanna

2024

8.-10. febrúar: Jens Kai Knudsen og Susanne Mølgaard Kaarsholm

27.-29. júní: Jens Kai Knudsenog Pia Bjerre Pedersen (einn dagur á Akureyri)

24.-26. október: Pia Bjerre Pedersen og Susanne Mølgaard Kaarsholm

Ferill augnskoðunar

Það er skylda hjá fjölmörgum hundategundum að niðurstaða augnskoðunar liggi fyrir hjá undaneldisdýrunum fyrir pörun. Vinsamlegast kynnið ykkur reglugerð um skráningu í ættbók (Sjá reglugerð um skráningu í ættbók) fyrir viðkomandi hundategund.

Brjóti ræktandi gegn þessum ákvæðum verður mál hans sent til Siðanefndar. Þrisvar til fjórum sinnum á ári kemur hingað til lands dýralæknar með sérmenntun í augnsjúkdómum hunda. Dýralæknarnir augnskoða hunda með tilliti til arfgengra sjúkdóma sem finnast í fjölmörgum hundategundum.

Tímapantanir fara fram í gegnum vefverslun HRFÍ, skráning er ekki tekin gild nema að greitt sé í gegnum vefverslun. Augnskoðun er aðeins í boði fyrir hunda með ættbók hjá HRFÍ.

Takmarkað pláss er í hverja augnskoðun og er fyrirfram ákveðinn skráningafrestur fyrir hverja skoðun.

Svona fer augnskoðun hunda fram...
Þegar mætt er með hund í augnskoðun þarf að skanna örmerki og setja í hann dropa sem víkka út augasteinana. Droparnir þurfa að bíða í augunum í amk 15 mínútur. Augun eru skoðuð í myrkvuðu herbergi þar sem hundurinn stendur upp á borði. Niðurstaða fæst strax og komi upp athugasemdir útskýrir augnlæknirinn þær á ensku (getur einnig útskýrt á dönsku). Útskýringar má einnig fá hjá starfsfólki í augnskoðun eða starfsfólki skrifstofu félagsins.