Meistaratitlar hjá HRFÍ

Hundar geta unnið sér inn fjöldan allan af titlum á hinum ýmsu viðburðum hjá HRFÍ, svo sem sýningum, vinnuprófum og veiðiprófum.

Hægt er að sækja um titlana gjaldfrjálst á Hundavefur.is eða skila inn eyðublaði til skrifstofu gegn gjaldi. Hægt er að kaupa meistaraskjal fyrir alla titla sem félagið veitir.

Listi yfir meistaratitla

Sýningar

ISCH - Íslenskur meistari

ISSHCH - Íslenskur sýningameistari

ISJCH - Íslenskur ungliðameistari

ISVETCH - Íslenskur öldungameistari

NORDICCH - Norðurlandameistari

NORDICJCH - Norðurlanda ungliðameistari

NORDICVCH - Norðurlanda öldungameistari

C.I.B. - Alþjóðlegur meistari

C.I.E. - Alþjóðlegur sýningameistari

C.I.B.-J. - Alþjóðlegur ungliðameistari

C.I.B.-V. - Alþjóðlegur öldungameistari

Veiðipróf

ISFTCH - Íslenskur veiðimeistari

Hundafimi

ISAGCH - Íslenskur hundafimimeistari

ISJUCH - Íslenskur hoppmeistari

AG I - Til að fá AG 1 þarf að ná þremur gildum hlaupum í flokki 1.

AG II - Til að fá AG 2 þarf að ná þremur hreinum hlaupum í flokki 2 og vera í einu af þremur efstu sætum.

AG III - Til að fá AG 3 þarf hundurinn þrisvar að hafa fengið stig til meistara í flokki 3. Öll hlaup þurfa að vera villulaus. 

JU I - Til að fá JU 1 þarf að ná þremur gildum hlaupum í flokki 1.

JU II - Til að fá JU 2 þarf að ná þremur hreinum hlaupum í flokki 2 og vera í einu af þremur efstu sætum.

JU III - Til að fá JU 3 þarf hundurinn þrisvar að hafa fengið stig til meistara í flokki 3. Öll hlaup þurfa að vera villulaus.

Hlýðni

Hlýðni I: OB I– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni I, hjá minnst tveimur dómurum

Hlýðni II: OB II– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni II, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni III: ISOBCH – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni III, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni Elite: ISEliteOBCH – Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni Elite hjá minnst tveimur dómurum.

Spor

Sporameistari: ISTrCH – hundur þarf að hafa lokið 1. einkunn í spori I,II og III.

Rallý hlýðni

Hundar án ættbókar

Hlýðni I: OT I- Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni 1, hjá minnst tveimur dómurum

Hlýðni II: OT II– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni 2, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni III: ISOTME– Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni 3, hjá minnst tveimur dómurum.

Hlýðni Elite: ISEliteOTME-  Hundur þarf að hafa hlotið þrisvar sinnum 1. einkunn í hlýðni Elite hjá minnst tveimur dómurum.

Sporameistari: ISTrMe- hundur þarf að hafa lokið 1. einkunn í spori I,II og III.

ISAGME - Íslenskur hundafimimeistari

ISJUME - Íslenskur hoppmeistari