Samskipti við starfsmenn félagsins - Frá stjórn

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Kæru félagsmenn,

Nú er svo komið að við teljum nauðsynlegt að ítreka með skýrum hætti að samskipti við starfsfólk félagsins eigi eingöngu að fara fram í gegnum opinber netföng og símanúmer HRFÍ. Það er ekki ásættanlegt að hafa samband við starfsmenn í gegnum þeirra persónulegu Facebook-síður eða með símtölum í einkasíma, hvorki innan né utan vinnutíma.

Starfsfólk okkar vinnur af heilindum að því að veita félagsmönnum sem besta þjónustu, en við verðum um leið að virða rétt þeirra til friðhelgi og eðlilegs frítíma. Þrátt fyrir skýrar verklagsreglur hefur borið nokkuð á því að starfsmenn séu að fá ítrekuð skilaboð og símtöl á öllum tímum sólarhringsins á persónulegar samskiptaleiðir, og er það með öllu óviðunandi.

Við hvetjum félagsmenn eindregið til að virða þessi mörk og beina öllum erindum til starfsmanna annaðhvort á HRFÍ-netföngum þeirra eða í gegnum síma skrifstofunnar á opnunartíma.

Virðum starfsfólkið okkar og þann frítíma sem þeim ber, bæði eftir venjulegan vinnudag, um helgar og í því fríi sem þau taka sér.

Kveðja, stjórn HRFÍ