Októbersýning HRFÍ 3.-5. október

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Breytingar hafa verið gerðar, frétt hér.

Þá nálgast haustsýning HRFÍ, en hún fer fram 3.-5. október í reiðhöll Fáks í Víðidal.

Skráning á sýningarnar er með besta móti, en rúmlega 160 hvolpar auk 32 ungra sýnenda eru skráð á hvolpasýninguna 3. október og yfir helgina eru skráðir um 850 hundar á alþjóðlegu sýninguna. Hvolpasýningin hefst kl. 18:30 og dómar laugardag og sunnudag hefjast að venju kl. 9:00.

Dómarar hvolpasýningarinnar eru: Markus Gisslén (Svíþjóð), José Homem de Mello (Portúgal), Pedro Sanches Delerue (Portúgal), Róbert Kotlár (Ungverjaland) og Theodóra Róbertsdóttir (Ísland). Mikael Nilsson (Svíþjóð) dæmir unga sýnendur.

Dómarar laugardags og sunnudags eru: György Tesics (Ungverjaland), Markus Gisslén (Svíþjóð), Mikael Nilsson (Svíþjóð), José Homem de Mello (Portúgal), Pedro Sanches Delerue (Portúgal) og Róbert Kotlár (Ungverjaland).

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur.

Dagskrá hvolpasýningar - 3. október PM hvolpasýningar 3. október
Dagskrá laugardags - 4. október PM laugardags og sunnudags, 4.-5. október
Dagskrá sunnudags - 5. október Dagskrá úrslita 3.-5. október