Ný vefsíða HRFÍ.is!

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Eftir mikla vinnu nú í haust og vetur er nýja síðan okkar komin í loftið ásamt vefverslun! Gamla síðan verður að sjálfsögðu enn lifandi, en undir léninu hrfiisland.weebly.com.

Hvað er á nýju síðunni?

Á nýju síðunni er flest allt komið, eyðublöð, lög og reglur, upplýsingar um sýningar og hundaíþróttir. Nýjung er á síðunni, en það er vefverslun fyrir rósettur, og mögulega fleiri vörur í framtíðinni. Hægt er að velja um að sækja eða fá sent með Dropp. Í vefversluninni er einnig hægt að bóka salinn að Melabraut 17, hægt er að bóka 3 mánuði fram í tímann. Eins og er, er einungis hægt að bóka klukkutíma pláss, þeir sem hugsa sér að bóka heilan dag eða helgi eru beðnir að hafa samband við skrifstofu, unnið er að því að koma því inn, en einhvers staðar þarf að byrja. Einnig er hægt að bóka fundarherbergið á Melabraut 17. Ný viðbót opnast svo um áramót, en þá fer bókun í augnskoðun fram í gegnum vefverslunina. Varan heitir augnskoðun og þar mun opnast fyrir þau pláss sem eru í boði þegar skráning opnar. Hægt verður að sjá hve mörg pláss eru laus í hverju holli við bókun. Skrá þarf nafn eiganda, símanúmer og netfang ásamt ættbókarnafni og númeri hunds. Greitt er í vefverslun við bókun.

Tekið skal fram að síðan er enn í þróun og mun bætast við efni síðunnar jafnt og þétt.

 

Hvað vantar á nýju síðuna?

Það sem vantar einna helst á nýju síðuna er meðal annars að setja inn gömul úrslit sýninga, fundargerðir og siðanefndar úrskurði. Unnið er að því að koma þessu yfir, en það tekur einhvern tíma enda mikið magn af gögnum. Hægt er að nálgast þessa hluti á eldri síðu félagsins, undir hrfiisland.weebly.com.

 

Við vonum að vel verði tekið í þessa nýju síðu, en við teljum hana mikla betrum bót frá fyrri síðu. Á sama tíma biðjum við að þið sýnið okkur smá biðlund meðan við klárum að koma síðunni í endanlegt form og öllum upplýsingum yfir á hana. Ábendingar skulu sendar á erna@hrfi.is.