Masquerade uppskeruhátíð HRFÍ!
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Þá er miðasalan hafin á MASQUERADE uppskeruhátíð HRFÍ sem verður haldin þann 10. janúar næst komandi í veislusalnum í félagsheimili Fáks í Víðidal!
Miðaverð er 11.900 kr., hverjum miða fylgir einn happadrættismiði en að venju verður að sjálfsögðu hægt að kaupa fleiri happadrættismiða á litlar 1.000 kr.
Innifalið í miðaverði dýrindis matur frá Grillvagninum (vegan valkostur í boði, vinsamlegast sendið á hrfi@hrfi.is samhliða miðakaupum til að láta vita).
Reykjavík Cocktails munu sjá um barinn!
Kvöldinu verður stýrt afGunnellu Hólmarsdóttur leikkonu, uppistandara og fjöllistakonu með meiru.
Miðasala fer fram í gegnum vefverslunina, hér! Hægt er að kaupa happadrættismiða á sama tíma (þeir eru afhentir á staðnum) og aðgangsmiða en þeir verða einnig til sölu á hátíðinni sjálfri.
Ekki láta þessa skemmtun fram hjá þér fara, eigum skemmtilegt kvöld saman, fögnum árangri fyrra árs og skálum fyrir því nýja!