Haustsýning um helgina!
|
|
Time to read 2 min
|
|
Time to read 2 min
Þá er komið að haustsýningunni okkar, en um helgina verður alþjóðlegsýning haldin í reiðhöll Spretts í Kópavogi. Skráðir á sýninguna eru 1080 hundar ásamt 34 ungum sýnendum. Dæmt verður í 7 sýningahringjum samtímis og hefjast allir dómhringir kl. 9:00 báða daga og áætlað að úrslit hefjist kl. 14:45 báða daga. Gera má ráð fyrir að þau standi til u.þ.b. kl. 17.
FRÍTT er inn á sýninguna í boði ACANA og er því engin miðasala á staðnum, rósettusalan verður á sínum stað að venju meðan sýningunni stendur. Vekjum athygli að ekki er tekið við seðlum í rósettusölunni, einungis kortum.
Dómarar helgarinnar verða: Aleksandar Petrovic (Serbía), Ágústa Pétursdóttir (Ísland), Maija Lehtonen (Finnland), Ramune Kazlauskaite (Litháen), Saija Juutilainen (Finnland), Tanya Ahlman-Stockmari (Finnland) og Tino Pehar (Króatía).
Keppni ungra sýnenda fer fram á sunnudag, en eins og áður sagði eru 34 ungmenni skráð. Dómari keppninnar er Ágústa Pétursdóttir og fer keppnin fram í hring 3 að loknum tegundadóm í hringnum.
Hér er hægt að sjá dagskrá sýningar, PM (dagskrá hringja) og dagskrá úrslita.
Úrslit, umsagnir og sýningaskrá má finna á hundavefur.is
Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að taka upp rusl eftir sig og nýta sér ruslafötur á svæðinu, nóg er af þeim.
Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar.
Nokkrir punktar sem fara skal yfir fyrir helgina:
Sýningastjórar eru Ágústa Pétursdóttir og Anna Guðjónsdóttir.
Við hlökkum til að sjá ykkur og gangi ykkur vel!
Grænt: Venjuleg bílastæði
Gult: Bannað að leggja fyrir framan rúllur eða loka aðgengi að þeim
Rautt: STRANGLEGA BANNAÐ að leggja, um er að ræða reiðstíga!
Bílar sem eru lagðir þannig að þeir loki aðgengi eða reiðstígum verða dregnir í burtu á kostnað eiganda.