Haustsýning 28.-29. september - Dagskrá

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá er skráningu lokið á haustsýningu félagsins, en hún fer fram helgina 28.-29. september í reiðhöll Spretts í Kópavogi.

Á sýninguna eru skráðir 1.080 hundar, auk 34 ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.

Dómarar að þessu sinni verða Aleksandar Petrovic (Serbía), Ágústa Pétursdóttir (Ísland), Maija Lehtonen (Finnland), Ramune Kazlauskaite (Litháen), Saija Juutilainen (Finnland), Tanya Ahlman-Stockmari (Finnland), Tino Pehar (Króatía). Dómari í keppni ungra sýnenda verður Ágústa Pétursdóttir. 

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar, PM og dagskrá úrslita verða birt þegar nær dregur. 

Dagskrá 28. september - Laugardagur Dagskrá 29. september - Sunnudagur
PM - dagskrá hringja
Dagskrá úrslita