Winter Wonderland sýning 23.-24. nóvember - Dagskrá

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá er skráningu lokið á síðustu sýningu ársins - Winter Wonderland - en hún fer fram helgina 23.-24. nóvember í reiðhöll Spretts í Kópavogi.

Á sýninguna eru skráðir rúmlega 1.050 hundar, auk 28 ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.

Vegna skráningar þurfum við að bæta við dómara á sunnudag og hefur Ásta María Guðbergsdóttir bæst við hópinn, við þökkum henni kærlega fyrir það. Dómarar sýningarinnar verða því Anna Guðjónsdóttir (Ísland), Ásta María Guðbergsdóttir (Ísland), Bo Skalin (Svíþjóð), Elina Haapaniemi (Finnland), Jan Herngren (Svíþjóð), Mats Jonsson (Svíþjóð), Sóley Halla Möller (Ísland) og Veli-Pekka Kumpumäki (Finnland).
Dómari í keppni ungra sýnenda verður Tammie Sommerson-Wilcox frá Bandaríkjunum.

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. 

Dagskrá 23. nóvember - Laugardagur  Dagskrá 24. nóvember - Sunnudagur
PM hringja laugardag og sunnudag
Dagskrá úrslita