Uppskeruhátíð - Miðasala í fullum gangi

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Miðasalan á uppskeruhátíð HRFÍ er í fullum gangi! Uppskeruhátíðin verður haldin þann 13. janúar næst komandi í veislusalnum Arnarfelli, Kópavogi!

Þemað er gull og silfur!

Miðaverð er eftirfarandi:
8.900 kr. fyrir félagsmenn
10.900 kr. fyrir utanfélagsmenn

Seinasti dagur til að tryggja sér miða er 9. janúar! Félagsmenn geta keypt sér miða í vefverlsun HRFÍ!

Hverjum miða fylgir einn happadrættismiði en að venju verður að sjálfsögðu hægt að kaupa fleiri happadrættismiða, 1 miða á 500 kr. eða happadrættistilboðið: 3 miðar á 1.000 kr.!

Barinn verður opinn með ýmsum gerðum drykkjarfanga, en innifalið í miðaverði er matur og fordrykkur! Síðan mætir leynigestur á svæðið!

​Húsið opnar kl. 18:30 og borðhald hefst kl. 19:30.

Hlaðborð:
Serrano skinka á tapas
Tapas snitta með graf-lax
Reyklaxarúlla með ristuðu sesam og rjómaosti
Tigrís rækja lemmon coriander og critus hörpuskel
Borgari með sultuðum rauðlauk og chilli majo
Kjúklinga og svartbaunir með avacado, mangó, ristuðum casju hnetum í tortillu
Kjúklingaspjót með tandoori/tikkamasala
Mini nautabuff steikt með bernais
Djúpsteikt kókosrækja og trufflu majo

Miðasala fer fram í vefverslun HRFÍ og á skrifstofu HRFÍ, í síma 588-5255 eða á netfangið hrfi@hrfi.is - hægt er að kaupa happadrættismiða á sama tíma og aðgangsmiða en þeir verða einnig til sölu á hátíðinni sjálfri. 

Ekki láta þessa skemmtun fram hjá þér fara, eigum skemmtilegt kvöld saman, fögnum árangri fyrra árs og skálum fyrir því nýja!