Uppskeruhátíð 2025 - miðasala og upplýsingar

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá er miðasalan hafin á GALA uppskeruhátíð HRFÍ sem verður haldin þann 25. janúar næst komandi í veislusalnum Arnarfelli, Kópavogi!

Miðaverð er 10.990 kr., hverjum miða fylgir einn happadrættismiði en að venju verður að sjálfsögðu hægt að kaupa fleiri happadrættismiða á litlar 1.000 kr.

Innifalið í miðaverði er fordrykkur og dýrindis hlaðborð þar sem borið verður fram hægeldað lambalæri í íslenskri kryddblöndu og hægelduð kalkúnabringa í rósmarin hunangs glace ásamt girnilegu meðlæti og sósum – matarupplifuninni lýkur svo með góðum eftirrétt!
Barinn verður svo að sjálfsögðu opinn með ýmsum gerðum drykkjarfanga!

Kvöldinu verður stýrt af leynigesti en húsið opnar kl. 19:00 og borðhald hefst kl. 19:30.

Miðasala fer fram í gegnum vefverslunina, hér – en miðasölu lýkur 17. janúar! Hægt er að kaupa happadrættismiða á sama tíma (þeir eru afhentir á staðnum) og aðgangsmiða en þeir verða einnig til sölu á hátíðinni sjálfri.

Ekki láta þessa skemmtun fram hjá þér fara, eigum skemmtilegt kvöld saman, fögnum árangri fyrra árs og skálum fyrir því nýja!

ATH. eftir pöntun kemur staðfestingapóstur, í honum skal smella á "View order" og þá er hægt að hlaða niður miðanum á uppskeruhátíðina sem er síðan framvísað við komu