Opin sýning í október – tilvalin æfing fyrir hundinn þinn!

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þann 25. október verður haldin opin sýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidal. Þetta er frábært tækifæri til að æfa sig og venja hundinn við hringinn í afslöppuðu umhverfi og sjá hvernig sýning gengur fyrir sig. 

  • Verð: 2.000 kr. á hund, eingöngu til að standa undir kostnaði.
  • Tími: Áætlað að sýningin hefjist kl. 10:00. PM auglýst síðar.
  • Boðið upp á hvolpa- og fullorðins flokka.
  • Athugið: ekki er keppt um meistarastig.
  • Allir hundar fá skriflega umsögn og einkunn, í hverri tegund er valinn besti hvolpur tegundar og besti hundur tegundar, og í lok sýningar valinn besti hvolpur sýningar og besti hundur sýningar.

Dómarar sýningarinnar eru þátttakendur í dómaranámskeiði HRFÍ, og er sýningin liður í undirbúningi fyrir úrtökupróf í dómaranámi. Dómarar sýningarinnar:

  • Anja Björg Kristinsdóttir
  • Erla Heiðrún Benediktsdóttir
  • Guðbjörg Guðmundsdóttir
  • Helga Kolbeinsdóttir
  • Hilda Björk Friðriksdóttir
  • María Björg Tamimi
  • Sigríður Margrét Jónsdóttir
  • Stefanía Sigurðardóttir
  • Sunna Birna Helgadóttir
  • Þórdís María Hafsteinsdóttir

Skráning er hafin í gegnum Hundavef að venju. Hámarksfjöldi er 250 hundar og skráningu lýkur fimmtudaginn 16. október kl. 15:00 eða um leið og hámarksfjölda er náð. Gríptu tækifærið til að æfa þig og hundinn þinn í öruggu og hvetjandi umhverfi. Skráðu þig strax og tryggðu þér pláss!