Sýningarampur fyrir íslenska fjárhundinn og fleiri hundakyn

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Félagið hefur fest kaup á sýningarömpum (upphækkaðir pallar) sem verða notaðir framvegis á sýningum félagsins. Flest minni hundakyn eru skoðuð af dómara á borði en nokkur kyn sem sökum þyngdar eða vegna þess að þau eru viðkvæm fyrir því að ókunnugur (dómari) beygi sig yfir þau við skoðun, er æskilegt að skoða á lægri upphækkuðum palli.

FCI hefur gefið út leiðbeiningar um hvort hundakyn séu skoðuð borði, rampi eða eingöngu á gólfi og þar kemur fram að eftirfarandi kyn eigi/megi sýna á rampi:

Basset hound, Bulldog, Basset artesien Normand, Chow chow, Continental bulldog, Grand basset griffon vendeen, Nederlandse schapendoes og Shar pei (sjá: https://www.fci.be/medias/EXP-JUG-DIR-SOL-RAM-TAB-G01-G10-20240325-18425.xlsx). 

Á júnísýningu félagsins verða þessir rampar notaðir í fyrsta sinn þar sem við á. Þá mun íslenski fjárhundurinn einnig verða sýndur á rampi, en dómarar hafa lengi óskað eftir upphækkun svo ekki þurfi að bogra við að skoða spora.

Vonumst við til að eigendur og sýnendur íslenska fjárhundsins og annarra hundakynja taki vel í þessa nýjung og styðji okkur í að gera starfsumhverfi dómara betra og sýningarnar þægilegri upplifun fyrir hundana.

Félagið mun bjóða upp á opið hús fyrir eigendur hunda af þessum kynjum til að koma og venja þá við rampinn. Athugið að ekki er um hefðbundna sýningaþjálfun að ræða, heldur verður starfsmaður á staðnum til að leiðbeina varðandi notkun rampsins og hvernig best er að æfa hann. Opið hús verður haldið þriðjudaginn 4. júní milli kl. 18-20. Hvetjum við sem flesta að mæta með hundana og leyfa þeim að taka nokkrar ferðir upp á rampinn til að venjast við og fá góða upplifun.