Sýnendanámskeið með Mikael Nilsson

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Sýnendanámskeið með Mikael Nilsson.

Mikael Nilsson heldur sýnendanámskeið á vegum félagsins strax eftir októbersýninguna en Mikael er einn af dómurum sýningar félagsins í október. Hann er eigandi ræktunarnafnsins KUDOS og hefur ræktað allar stærðir af poodle síðan 1993. Í 10 ár ræktaði hann einnig pomeranian. Hann hefur sýnt og ræktað poodle hunda síðan hann var unglingur og hefur náð mjög góðum árangri sem bæði sýnandi og ræktandi. Hann hefur sýnt fjölda hunda í gegnum árin með frábærum árangri, meðal annars Best in Show og Crufts og heimssýningu. Hann hefur einnig átt, ræktað og/eða sýnt stigahæstu hunda ársins í mismunandi löndum. Hann hefur unnið með hundum í fjölda ára sem snyrtir, sýnandi og kennari.

Mikael leggur áherslu á að gefa einstaklingsmiðaða endurgjöf og ráð ásamt því að vinna með hópinn í heild sinni. Ásamt verklegri kennslu fá þátttakendur aðgang að upptöku af fyrirlestri.

Kennt verður í tveimur hópum, þar sem annar er fyrri part dags og hinn seinni part, yfir tvo daga. Kennsla fer fram á Melabraut 17, 220 Hafnarfirði. Verð á sýnanda er 29.900 kr., og laus eru 12 pláss í hvorn hóp.

Hópur 1

  • Mánudagur 6. október kl. 9:30-12:30
  • Þriðjudagur 7. október kl. 9:30-12:30

Hópur 2

  • Mánudagur 6. október kl. 18-21
  • Þriðjudagur 7. október kl. 18-21

Skráning fer fram hér.