Sumarsýningar HRFÍ 21.-22. júní - Dagskrá

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá nálgast sumarsýningar HRFÍ, en þær fara fram 21.-22. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Skráning á sýningarnar náði hámarki, eða 1.000 skráningum hvor sýning. Dæmt verður í tólf hringjum á báðum sýningum og hefjast dómar að venju kl. 9.

Dómarar helgarinnar eru: Alexandra Drott Staedler (Svíþjóð), Anne Livø Buvik (Noregur), Auður Sif Sigurgeirsdóttir (Ísland), Cathrina Dunne (Írland), Davor Javor (Króatía), Fredrik Nilsson (Svíþjóð), Helen Tonkson (Eistland), Jan Törnblom (Svíþjóð), Karin Sjöholm Östlund (Svíþjóð), Matti Tuominen (Finnland), Natalja Skalin (Svíþjóð), Theodóra Róbertsdóttir (Ísland) og Vija Klucniece (Lettland).

Keppni ungra sýnenda fer fram kl. 12:30 á báðum sýningum í stóra hringnum, keppni hefst á yngri flokki. Dómari laugardags verður Javier Gonzalez Mendikote frá Króatíu, þá eru 21 ungmenni skráð til keppni. Dómari sunnudags verður Sóley Halla Möller, þá eru 22 ungmenni skráð. 

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar með hefðbundnum fyrirvara um villur. Dagskrá úrslita og PM er einnig birt með fyrirvara um villur, uppfært 18.06.2025.

Dagskrá 21. júní - Reykjavík Winner Dagskrá 22. júní - Alþjóðleg sýning
PM - Laugardagur, 21. júní PM - Sunnudagur, 22. júní
Dagskrá úrslita 21. júní Dagskrá úrslita 22. júní