Starf á Skrifstofu HRFÍ

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Hundaræktarfélag Íslands leitar að jákvæðum einstaklingi í tímabundna stöðu, með möguleika á framlengingu, á skrifstofu félagsins sem er skipulagður, drífandi, sjálfstæður og á auðvelt með mannleg samskipti.

Starfið er mjög fjölbreytt og felur í sér almenn skrifstofustörf og símsvörun ásamt að koma að flestum þeim verkefnum sem skrifstofa sinnir og kemur að.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Almenn afgreiðslustörf
  • Símsvörun
  • Gagnavinnsla
  • Aðkoma að undirbúningi viðburða
  • Ýmis tölvuvinna
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Menntun sem nýtist í starfi kostur
  • Rík þjónustulund
  • Áhugi og hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og gott viðmót
  • Geta til að starfa undir álagi
  • Reynsla af skrifstofustörfum æskileg
  • Mjög góð tölvukunnátta
  • Gott vald á íslensku og ensku bæði í ræðu og riti
Um er að ræða skemmtilegt og fjölbreytt starf á líflegum vinnustað.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf eigi síður en 1.desember.
Umsóknarfrestur er til og með 20. september og er tekið við umsóknum eingöngu í gegnum umsóknarvef Alfreðs.
Umsóknum skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf.

Frekari upplýsingar um starfið veitir Ágústa Pétursdóttir, framkvæmdastjóri, agusta@hrfi.is.