Sjálfboðaliðar við uppsetningu og niðurtöku

Written by: Ágústa Pétursdóttir

|

|

Time to read 0 min

Kæru deildir, félagsmenn og áhugamenn

Þá líður að október sýningu félagsins og er undirbúningur í fullum gangi. Sýningin verður að þessu sinni sett upp föstudaginn 3. október í Reiðhöllinni í Víðidal og er áætlað að byrja uppsetningu kl. 10 til að klára hana áður en hvolpasýning hefst. Við gerum okkur grein fyrir því að uppsetning skarast á við vinnutíma hjá mörgum, en við vonumst til að einhverjir vaskir sjálfboðaliðar sjái sér fært um að mæta.

Sjálfboðaliðar mega koma inn með dót að uppsetningu lokinni fyrir aðra gesti opnar svæðið kl. 17:30

ATH að þau ykkar sem eru með bás byrjar uppsetning á þeim ekki fyrr en kl. 12:00

Þegar sýningu lýkur á sunnudag bíður okkur skemmtilegt verkefni að taka niður sýninguna og væri frábært að fá sjálfboðaliða til að aðstoða okkur með það. Áætlað er að niðurtaka sé að byrja um 17:00

Hægt er að skrá sig í skjalinu hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1M3t4X0X9daf5C4GCVutYtICvm6f_fHYYE8FKecsrGN4/edit?usp=sharing

Annars vonum við að þið njótið sýningarinnar með okkur

Bestu kveðjur starfsfólk skrifstofu