Sjálfboðaliðar September Sýning
Kæru deildir, félagsmenn og áhugamenn
Þá líður að September sýningu félagsins og er undirbúningur í fullum gangi. Sýningin verður að þessu sinni sett upp föstudaginn 27.september og er höllin afhent kl 13 og teppalagning byrjar áætlað að byrja uppsetningu á búnaði kl 16:00. Vonumst við til að einhverjir vaskir sjálfboðaliðar sjái sér fært um að mæta. Þegar uppsetningu lýkur verður sjálfboðaliðum boðið að koma fyrir búrum og slíku á sýningarsvæðinu. Fyrir aðra aðila opnar húsið kl 8:00 laugardaginn 28.september.
Þá vantar okkur einnig vaska aðila til að aðstoða okkur í rósettu sölu báða dagana.
Þegar sýningu lýkur á sunnudag bíður okkur skemmtilegt verkefni að taka niður sýninguna og væri frábært að fá sjálfboðaliða til að aðstoða okkur með það.
Hægt er að skrá sig í skjalinu hér:
https://docs.google.com/spreadsheets/d/1lOmlgN5LXuXbgqMru0duozvTWEWR5UyPjMkILLKMfxg/edit?usp=sharingAnnars vonum við að þið njótið sýningarinnar með okkur
Bestu kveðjur starfsfólk skrifstofu