Þá líður að Nóvember sýningu félagsins og er undirbúningur í fullum gangi. Sýningin verður að þessu sinni sett upp föstudaginn 22.nóvember. Höllin er afhent kl. 14 og byrjar teppalagning strax, áætlað er að byrja uppsetningu á búnaði um kl 16:30. Vonumst við til að einhverjir vaskir sjálfboðaliðar sjái sér fært um að mæta. Þegar uppsetningu lýkur verður sjálfboðaliðum boðið að koma fyrir búrum og slíku á sýningarsvæðinu. Fyrir aðra aðila opnar húsið kl 8:00 laugardaginn 23.nóvember.
Þá vantar okkur einnig vaska aðila til að aðstoða okkur í rósettu sölu báða dagana.
Þegar sýningu lýkur á sunnudag bíður okkur skemmtilegt verkefni að taka niður sýninguna og væri frábært að fá sjálfboðaliða til að aðstoða okkur með það því margar hendur vinna létt verk og hefur það sýnt sig og sannað í gegnum árið!