Reykjavík Winner sýning 8.-9. júní - Dagskrá

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þá er skráningu lokið á fyrri útisýningu ársins. Reykjavík Winner sýning félagsins fer fram 8.-9. júní á Víðistaðatúni í Hafnarfirði.

Á sýninguna eru skráðir tæplega 1.200 hundar, auk 28 ungra sýnenda á laugardag og 23 ungra sýnenda á sunnudag. Dæmt verður í 9 hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.

Dómarar að þessu sinni verða eata Petkevica (Lettland), Erna Sigríður Ómarsdóttir (Ísland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Gunnar Nymann (Danmörk), Jean Lawless (Írland), Kaisa Matteri Gold (Finnland), Karl-Erik Johansson (Svíþjóð), Paul Lawless (Írland) og Sonny Ström (Svíþjóð).

Vekjum athygli á að tegundahópur 7 hefur verið færður yfir á sunnudag, en þetta þurfti að gera vegna skráningar á sýninguna.

Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita, með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar.

Dagskrá laugardags 8. júní

Dagskrá sunnudags 9. júní

PM sýningar

Dagskrá úrslita