
Opin sýning – tilvalin æfing fyrir hundinn þinn!
|
|
Time to read 1 min
|
|
Time to read 1 min
Þann 24. júlí verður haldin opin sýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ á höfuðborgarsvæðinu (nákvæm staðsetning auglýst fljótlega). Þetta er frábært tækifæri til að æfa fyrir sýningarnar í ágúst, venja hundinn við hringinn í afslöppuðu umhverfi og sjá hvernig sýning gengur fyrir sig. Ef þú veist ekki hvort sýningar HRFÍ séu fyrir þig og hundinn þinn, er góð hugmynd að koma og taka þátt í opinni sýningu. Þetta er afslappað umhverfi þar sem þú og hundurinn þinn fáið tækifæri til að kynnast framgangi sýningar.
Dómarar sýningarinnar eru þátttakendur í dómaranámskeiði HRFÍ, og er sýningin liður í undirbúningi fyrir úrtökupróf í dómaranámi. Dómarar sýningarinnar:
Skráning er hafin í gegnum Hundavef að venju. Hámarksfjöldi er 200 hundar og skráningu lýkur þriðjudaginn 16. júlí kl. 15:00 eða um leið og hámarksfjölda er náð. Gríptu tækifærið til að æfa þig og hundinn þinn í öruggu og hvetjandi umhverfi. Skráðu þig strax og tryggðu þér pláss!