Opin sýning 25. október - Dagskrá og upplýsingar

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Á laugardaginn verður haldin opin sýning á vegum sýningadómaranefndar HRFÍ í reiðhöll Fáks í Víðidal. Við þökkum frábærar móttökur, en 160 hundar eru skráðir. Hér fyrir neðan má sjá dagskrá sýningarinnar en númerin eru að sendast út frá kerfinu í dag og ættu að berast í pósthólf þess sem skráði. 

Dagskrá opnu sýningarinnar 25. október

PM dagskrá opnu sýningarinnar

Sýningin verður haldin í reiðhöll Fáks í Víðidal, gólfið er ekki teppalagt. Húsið opnar kl. 10:30, hringir hefjast kl. 11 og úrslit áætluð kl. 14. Einhverjum tegundum þurfti að skipta milli hringja og eru þær lita merktar í dagskrá. Athugið að á númerum gæti staðið t.d. hringur nr. 11, þar er átt við að það sé hringur 1 en seinna holl sem hefst kl. 12:30. Sama á við um hringi númer 22, 33 og 44. 

Við biðjum fólk að passa hvar það leggur í stæði, það er stranglega bannað að leggja á malarvegum sem eru reiðstígar. Hægt er að leggja við höllina á malbikuðum stæðum, eða á malarplani sem er stutt frá höllinni við hvítt stórt hestagerði.

Við minnum á að umgengni um svæðið þarf að vera til algjörrar fyrirmyndar og hvetjum við félagsmenn til að taka upp rusl eftir sig og nýta sér ruslafötur á svæðinu, nóg er af þeim.

Við minnum félagsmenn á þau ákvæði í reglugerð nr. 80/2016 er varðar velferð gæludýra þegar valdir eru sýningartaumar og ólar. Félagið hvetur félagsmenn til að nýta sér búnað sem er í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar. 

Óskum ykkur góðs gengis á sýningunni!