Opið fyrir skráningu í augnskoðun 13.-15. nóvember

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Opnað hefur verið fyrir skráningu í seinustu augnskoðun ársins sem fer fram dagana 13.-15. nóvember á Melabraut 17, 220 Hafnarfirði. Pia Bjerre Pedersen og Susanne Mølgaard Kaarsholm frá Danmörku munu skoða að þessu sinni.

Bókanir í augnskoðun fara í eingöngu í gegnum Hundavef, ekki er tekið við skráningum á skrifstofu. Í skráningunni sér fólk hvaða tímar eru lausir og bókar hund í ákveðinn tíma. Greitt er fyrir tímann við bókun í gegnum Hundavef, ekki er tekið við millifærslum og er skráning í augnskoðun ekki staðfest fyrr en búið er að klára greiðslu. Augnskoðun kostar 12.100 kr. fyrir virka félagsmenn, en 28.800 kr. fyrir utanfélagsmenn.

Vakin er athygli á því að óheimilt er að mæta í augnskoðun með hvolpafullatík sem er sett innan 30 daga (settur dagur miðast við 63 daga frá fyrstu pörun), og tík sem er með yngri en 8 vikna hvolpa.

Athugið, takmarkað pláss er í boði í hverja skoðun. Ekki er hægt að breyta bókun nema hafa samband við skrifstofu, ekki verður hægt að breyta tímum eða fá endurgreitt eftir 5. nóvember. Ekki fæst endurgreitt ef ekki er mætt í bókaðan tíma. Lokað verður fyrir skráningu viku fyrir skoðun, eða fyrr ef tímar verða uppbókaðir. 

Hér má finna leiðbeiningar hvernig skráning fer fram í gegnum Hundavef: Leiðbeiningar við skráningu í augnskoðun

Takmarkað pláss er í augnskoðunina og lokar skráning 5. nóvember, eða fyrr ef öll pláss fyllast.