Nýr samstarfsaðili HRFÍ

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Í haust auglýsti HRFÍ eftir áhugasömum samstarfsaðilum með sýningar félagsins í huga. Nokkrir áhugasamir aðilar lýstu áhuga og var fundað með þeim öllum. 

Í gær var undirritaður samningur milli HRFÍ og Petmark sem eru nýir samstarfsaðilar félagsins næstu þrjú árin. 

Petmark er heildverslun með mörg af fremstu vörumerkjum gæludýraheimsins. Petmark þjónustar m.a. sérverslanir með gæludýravörur, dýralækna og ræktendur. Meðal vörumerkja Petmark eru Acana, Orijen, Eukanuba, Happydog, Kong, Chris Christensen o.fl. Þar starfa reyndir ræktendur, sýnendur, sérfræðingar í næringu hunda og snyrtingu sem hafa þekkingu á störfum og þörfum félagsins.