Nýjung á Hundavef – Skoðunarbeiðnir
|
|
Time to read 1 min
|
|
Time to read 1 min
Nú er búið að opna fyrir nýjung á Hundavef, sem mun bjóða upp á fleiri möguleika í framtíðinni. Það er pöntun á skoðunarbeiðnum vegna heilsufarsprófa, t.d. augnskoðanna og BOAS. Fleiri próf munu í framtíðinni fara þarna í geng, t.d. hnéskelja- og hjartavottorð, en það er enn í þróun.
Hvað þarf eigandi hunds að gera?
Þegar eigandi hunds hefur pantað tíma hjá dýralækni sem framkvæmir heilsufarsprófið (á ekki við um augnskoðun) þarf að skrá sig inn á mínar síður á Hundavef.is. Velja þar flipa sem heitir „Skoðunarbeiðni“ og þá kemur upp felli gluggi þar sem hundurinn sem verið er að fara að skoða er valinn. Þá kemur annar gluggi þar sem listi er yfir þau próf sem hægt er að framkvæma á það hundakyn og skal velja það próf sem við á. Síðan er skráð inn dagsetning skoðunar hjá dýralækninum og dýralæknir valinn. Eftir að búið er að klára greiðslu fær eigandinn sent skjal sem staðfesting á skoðunarbeiðninni og beiðna númer, þetta þarf að fara með til dýralæknisins. Dýralæknirinn setur númerið inn í kerfið hjá sér og þá kemur upp rafrænt vottorð sem læknirinn fyllir út. Eftir skoðun er vottorðið komið strax inn á síðu hundsins inn á Hundavef. Ekki þarf því að skila inn vottorði til skrifstofu HRFÍ til innskráningar, það kemur sjálfkrafa beint á netið.
Við vonum að félagsmenn taki vel í þessa breytingu, sem er skref áfram í þróun vefsins og að komast inn í nútímann. Við hlökkum til að kynna frekari þróanir á vefnum á næstu mánuðum.
Smá leiðbeiningar:
Smellt er á "Panta skoðunarbeiðni"
Þá er valinn hundur úr lista eða leitað af honum handvirkt
Þá koma upp upplýsingar um hundinn og tegund beiðnar valin ásamt dagsetningu skoðunar.
Næst er valin dýraspítali og dýralæknir sem framkvæmir skoðunina, athugið að ekki hægt er að nota aðra dýralækna en þá sem samþykktir eru af félaginu til að framkvæma tilgert próf og koma upp á listanum (á við um þau próf sem þarf sérstaka viðbótar menntun, t.d. BOAS)
Að lokum er annað hvort öðrum hundi bætt við eða farið í greiðsluferli