Nýir sýningadómarar HRFÍ

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þær Ágústa Pétursdóttir og Erna Ómarsdóttir útskrifuðust úr sýningadómaranámi félagsins nú um páskahelgina.
Ágústa hefur réttindi til að dæma labrador retriever, enskan cocker spaniel, amerískan cocker spaniel, íslenskan fjárhund og Tibetian spaniel. Erna hefur réttindi til að dæma ástralskan fjárhund, þýskan fjárhund, Shetland sheepdog, íslenskan fjárhund, papillon og phaléne.

Sýningadómaranefnd óskar þeim Ágústu og Ernu hjartanlega til hamingju með áfangann!