Norðurljósasýning 2.-3. mars - Dagskrá
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Þá er skráningu lokið á fyrstu stóru sýningu ársins. Norðurljósasýning félagsins fer fram 2.-3. mars í reiðhöll Spretts í Kópavogi.
Á sýninguna eru skráðir rúmlega 1.100 hundar, auk 26 ungra sýnenda. Dæmt verður í sjö hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9.
Dómarar að þessu sinni verða Annukka Paloheimo (Finland), Diane Ritchie Stewart (Írland), Einar Paulsen (Danmörk), Inga Siil (Eistland), Katharina Round (Frakkland), Leni Finne (Finnland) og Liz-Beth Liljeqvist (Svíþjóð). Dómari í keppni ungra sýnenda verður Auður Sif Sigurgeirsdóttir.
Vekjum athygli á að tegundahópar 2 og 6 hafa verið færðir yfir á laugardag og tegundahópur 8 yfir á sunnudag, en þetta þurfti að gera vegna skráningar á sýninguna.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar.
*Frétt upphaflega birt 7. febrúar, uppfærð seinast 22. febrúar