Niðurstaða Landsréttar í máli fyrrum ræktenda gegn félaginu

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þann 12. mars fór fram málflutningur í Landsrétti í máli sem fyrrum ræktendur höfðu höfðað gegn félaginu. Niðurstaða málsins var birt í dag á vef Landsréttar.

Með dómi Landsréttar er staðfest niðurstaða héraðsdóms þess efnis að fyrrum ræktendur hafi brotið gegn reglum félagsins og niðurstaða siðanefndar félagsins réttmæt hvað varðar efnisatriði máls. Þá hafi réttra formreglna verið gætt við meðferð málsins.

Landsréttur telur hins vegar að viðurlögin sem siðanefndin ákvað, hafi verið of þung, en telur sig ekki bæran til að ákveða hæfileg viðurlög. Það heyri því undir siðanefnd félagsins að taka nýja ákvörðun um viðurlög í málinu. 

Þá virðist þess misskilnings gæta hjá Landsrétti að félagið hafi birt opinberlega bráðabirgðaúrskurð í málinu með nöfnum ræktendanna. Það er ekki rétt, enda slíkur úrskurður aldrei birtur opinberlega af hálfu félagsins.

Stjórn félagsins mun taka ákvörðun um hvort tilefni sé til að áfrýja málinu til Hæstaréttar.