Kynningarkvöld á veiðiprófareglum fyrir tegundahóp 7

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Þann 8. apríl verða kynntar breytingar á veiðiprófareglum fyrir tegundahóp 7, en breytingar hafa verið gerðar á bæði reglum fyrir standandi veiðihunda og meginlandshundareglum. Breytingarnar varða inngangskafla reglnanna þar sem uppfærðir hafa verið skilmálar í kringum prófin, kaflinn um fulltrúa HRFÍ og prófstjóra. Megin hluti reglnanna stendur því óbreyttur, en markmið breytinganna eru að standa að samræmingu milli sporta, þar sem við á, uppfæra úrelta hluti og einfalda og skýra rammann fyrir þátttakendur og prófhaldara. 
Kynningarkvöldið verður sem áður segir haldið 8. apríl n.k. í húsnæði félagsins að Melabraut 17 og hefst kl. 19:30.