Ársreikningur HRFÍ 2024

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Á síðasta ári varð mikill viðsnúningur í fjármálum félagsins, en árið 2024 endaði í 11,1 milljón króna hagnaði á móti 3,8 milljóna tapi árið 2023. Afkoma félagsins batnar því um 14,9 milljónir milli ára.

Tap varð af rekstri félagsins árin 2022 og 2023, en segja má að viðsnúningur hafi hafist um mitt ár 2023 og frá þeim tíma hefur stjórn og framkvæmdastjóri lagt áherslu á hagræðingu og gott kostnaðaraðhald. Sú stefna hefur skilað góðum árangri líkt og sjá má í meðfylgjandi kynningu á helstu atriðum úr ársreikningi félagsins.

Handbært fé félagsins í lok árs stóð í 15,5 milljón og EBITA ársins mælist 7%. Þá hafa tekjur aukist um 16% milli ára, en gjöld hækka um 3,4% á meðan meðal verðbólga 2024 var 5,88%.

Stærstu tekjuliðir eru sem fyrr félagsgjöld, ættbókaskráningar og sýningargjöld og stærstu kostnaðarliðir launakostnaður, skrifstofu- og stjórnunarkostnaður og liðurinn félagsstarf, sýningar og námskeið. 

Ítarlega sundurliðun og yfirferð má sjá í meðfylgjandi kynningu. Ársreikning félagsins í heild sinni má finna hér.