Júní sýning HRFÍ 8.-9. júní

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Nú fer að líða að sumri! Fyrri útisýningar helgi sumarsins fer fram dagana 8.-9. júní á Víðistaðatúni, Hafnarfirði. Á laugardag eru áætlaðir tegundahópar 2, 3, 7 og 9 en á sunnudag eru áætlaðir tegundahópar 1, 4, 5, 6, 8 og 10. Keppni ungra sýnenda verður bæði laugardag og sunnudag.

Dómarar helgarinnar verða: Beata Petkevica (Lettland), Erna Sigríður Ómarsdóttir (Ísland), Eva Nielsen (Svíþjóð), Gunnar Nymann (Danmörk), Jean Lawless (Írland), Kaisa Matteri Gold (Finnland), Karl-Erik Johansson (Svíþjóð), Paul Lawless (Írland) og Sonny Ström (Svíþjóð).

Skráning er hafin á Hundavef og lýkur fyrri skráningarfresti þann 29. apríl kl. 15:00 og lokast alfarið fyrir skráningu þann 13. maí kl. 15:00, eða fyrr ef fyllist á sýninguna.
Gjaldskrá 1: mánudagurinn 29. apríl, kl. 15:00
Gjaldskrá 2: mánudagurinn 13. maí, kl. 15:00

Ef fólki vantar tæknilega aðstoð er það hvatt til að skrá tímanlega, ekki er veitt tæknileg aðstoð utan vinnutíma. Ekki er veitt aðstoð við skráningu eftir að skráningafresti á sýninguna lýkur.

Athugið að hámarksfjöldi skráninga er 1300 skráningar og lokar skráningakerfi sjálfkrafa þegar, og ef, þeim fjölda er náð. Það gæti því gerst fyrir tilgreindan lokatíma skráningarfrests.

Umsóknir um meistaratitla, ættbókarskráningar, eigendaskipti, umskráningar á erlendum ættbókum, þurfa að hafa borist félaginu ásamt öllum viðeigandi gögnum og greiðslu Í SÍÐASTA LAGI MÁNUDAGINN 29. APRÍL til þess að tryggja að skráning náist.

Skráningar á sýningar HRFÍ fara fram í gegnum hundavefur.is. Skrifstofa HRFÍ er opin mánudaga til fimmtudaga frá kl. 10-15, og föstudaga frá kl. 10-13. Ekki er tekið við skráningum sem berast eftir síðasta skráningardag.

Til þess að geta skráð þarf eigandi/eigendur hunds sem skráður er á sýningu HRFÍ að vera virkur félagsmaður, með greitt árgjald, í HRFÍ, eða félagi viðurkenndu af HRFÍ, það ár sem sýningin fer fram. Ef eigandi hefur ekki greitt félagsgjald skal hafa samband við skrifstofu HRFÍ til að ganga frá greiðslu á því áður en skráð er á sýningu. Hundar skráðir á sýninguna með íslenska eigendur skulu vera skráðir í HRFÍ. Aðrir hundar verða að vera skráðir hjá öðrum hundaræktunarfélögum samþykktum af FCI. Skráning og greiðsla þarf að hafa borist félaginu áður en síðasta skráningardegi lýkur.

Ekki er hægt að millifæra fyrir sýningagjöldum í vefskráningum og skráningar eru ekki teknar gildar ef greiðsla fylgir ekki.

Dómaraáætlun fyrir sýningar félagsins má nú nálgast HÉR