Hvolpasýning 27. október - Dagskrá og upplýsingar

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Hvolpasýning HRFÍ í samstarfi við félag sýningadómara HRFÍ fer fram næsta sunnudag, 27. október, í reiðhöll Fáks í Víðidal. Húsið opnar kl. 9:30, sýningin hefst kl. 10 og eru rúmlega 150 hvolpar skráðir. Dæmt verður í fjórum hringjum samtímis og dómarar eru Anna Guðjónsdóttir, Auður Sif Sigurgeirsdóttir, Daníel Örn Hinriksson og Sóley Halla Möller. Áætlað er að úrslit hefjist kl. 12:45. Við bendum á að sýningin er í reiðhöll og gólfið er ekki teppalagt. 

Frítt er inn á sýninguna í boði Happy Dog.

Allir hvolpar fá skriflega umsögn ásamt því að bestu hvolpar tegundar og sýningar fá fallega rósettu. Bestu hvolpar sýningar fá einnig vegleg verðlaun frá Happy Dog

Dagskrá sýningar má sjá hér að neðan og niðurstöður sýningarinnar verða inn á Hundavef.is líkt og aðrar sýningar. Sýninganúmer ættu að vera að detta inn í pósthólf þeirra sem skráðu á næstu mínútum. 

Dagskrá hvolpasýningar 27. október
PM dagskrá hvolpasýningar

Munum að ganga vel um svæðið og hirða upp eftir hundana okkar. Hlökkum til að sjá ykkur!