Hringstjóra- og ritaranámskeið - Netfyrirlestur
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Haldinn verður hringstjóra og ritara námskeið mánudaginn 22. júlí n.k. kl. 20:00 í gegnum fjarbúnað. Farið verður í gegnum störf hringjarstarfsmanna og gert á þeim skil. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á því að láta gott af sér leiða á ágúst sýningu HRFÍ n.k. og er bæði fyrir nýliða sem og aðila sem vilja smá upprifjun. Margar góðar umræður myndast oft við yfirferðina og því er það líka dýrmætt að hafa reynslubolta með okkur á fyrirlestrinum.
Þar sem næsta sýning félagsins er tvöföld mun okkur vanta allar lausar hendur og því er þessi fyrirlestur frábær grunnur fyrir störf inn í hring!
Endilega skráið ykkur á fyrirlesturinn í hér, ef það eru einhver vandræði við það sendið þá email á syningastjorn@hrfi.is