Hringstjóra- og ritaranámskeið 1. september
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Haldið verður hringstjóra- og ritaranámskeið sunnudaginn 1. september n.k. í sal HRFÍ að Melabraut 17 í Hafnarfirði. Áætlað er að námskeiðið hefjist kl. 10 og standi til kl. 16. Á námskeiðinu er farið bæði í skriflegar æfingar sem og verklegan hluta. Námskeiðið er aðeins ætlað fyrir þá sem hafa hug á að vinna á næstu sýningum HRFÍ (ATH þetta námskeið er ekki ætlað þeim sem vilja eingöngu læra meira á sýningar, það verður síðar fyrirlestur í þeim tilgangi) og hugsað bæði fyrir þá sem ekki hafa unnið áður og þá sem hafa unnið áður. Ekki er tekið þátttökugjald á námskeiðið en vinsamlegast skráið ykkur sem fyrst í gegnum þennan hlekk. Ef einhverjar spurningar vakna, endilega sendið tölvupóst á syningastjorn@hrfi.is.