Guðrúnarverðlaunin
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Stjórn félagsins hefur samþykkt að taka upp viðkenningu sem veitt verður árangursríkum og farsælum hundaræktendum innan HRFÍ. Viðurkenningin verður kennd við fyrrverandi formann og heiðursfélaga frú Guðrúnu Ragnars Guðjohnsen og nefnd Guðrúnarverðlaunin.
Guðrún vann mikið og óeigingjarnt starf sem formaður félagsins um árabil og lagði þar grunn að öflugu starfi félagsins í dag. Hún barðist ötullega fyrir réttindum hundeigenda, fyrir bættri meðferð og þjálfun hunda, ábyrgara ræktunarstarfi og uppeldi hvolpa. Hún ræktaði sjálf íslenska fjárhundinn og varðveisla kynsins og heilbrigði þess var hennar hjartans mál.
Til að koma til greina fyrir Guðrúnarverðlaunin þarf einstaklingur að hafa verið virkur ræktandi í a.m.k. 20 ár að tilteknu hundakyni eða hafa á annan hátt markað djúp spor í hundarækt undir merkjum félagsins. Önnur skilyrði má finna á vefsíðu félagsins HÉR.
Þau Þórhildur Bjartmarz, fyrrv. formaður félagsins, Þorsteinn Thorsteinsson, fyrrv. stjórnarmaður HRFÍ og Guðríður Vestars, ræktandi, hafa verið skipuð í nefnd er fjallar um tilnefningar og ákveður hver hlýtur viðurkenninguna. Nefndin verður sjálfstæð í störfum sínum. Öll hafa þau djúpa þekkingu á mikilvægi ræktunarstarfs fyrir verndun og viðhald hundakynja og þekkja markmið og starfsemi félagsins vel.
Stjórn vonast til þess að viðurkenningin beini kastljósi á frammúrskarandi ræktunarstarf og einstaka helgun ræktenda að oft ævilöngu verkefni.