Framkvæmdir á Melabraut - Lokað fyrir móttöku

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Næstu daga verða framkvæmdir á skrifstofu félagsins, en þær hefjast á morgun, 17. júlí. Lokað hefur verið fyrir bókanir í sal félagsins og fundarherbergið fram yfir verslunarmannahelgi vegna framkvæmdanna.

Á morgun, fimmtudaginn 17. júlí, verður lokað fyrir bæði móttöku á skrifstofunni og símann vegna þessara framkvæmda. Frá og með föstudeginum 18. júlí verður móttakan áfram lokuð þar til framkvæmdum hefur verið lokið, en síminn verður opinn á hefðbundnum opnunartíma. Við munum auglýsa aftur um leið og við opnum aftur fyrir móttöku á skrifstofunni..

Við biðjumst velvirðingar vegna þeirra óþæginda sem þetta kann að valda, en hlökkum til að taka á móti ykkur í endurbættu rými fljótlega!