Ágústsýningar HRFÍ - dagskrá
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Þá liggja fyrir upplýsingar fyrir tvöföldu sýningu félagsins sem haldin verður helgina 10.-11. ágúst á Víðistaðatúni í Hafnarfirði. Laugardaginn 10. ágúst fer fram Norðurlandasýning og á sunnudaginn 11. ágúst er það alþjóðlegsýning.
Skráning á báðar sýningarnar fór í hámarkið sem var sett á skráninguna en dæmt verður í 12 hringjum báða daga og hefjast dómar að venju kl. 9. Keppni ungra sýnenda fer fram í BIS hringnum kl. 12 báða daga, en á laugardag er dómari keppninnar Anna Guðjónsdóttir og eru 26 keppendur skráðir, á sunnudag dæmir Þorbjörg Ásta Leifsdóttir og þá eru 27 keppendur skráðir.
Dómarar að þessu sinni verða Ágústa Pétursdóttir, Ásta María Guðbergsdóttir, Carmen Navarro, Carsten Birk, Erna Sigríður Ómarsdóttir, Francesco Cochetti, Harto Stockmari, Jean Jacques Dupas, Jessie Borregaard Madsen, John Jakobsen, Johnny Andersson, Myles Leonard, Sóley Halla Möller og Tracey Douglas. En Sóley Halla Möller bættist við hóp dómara þar sem skráning á sýninguna var ekki alveg í áttina að því sem áætlað hefði verið, og færum við henni bestu þakkir fyrir að stökkva inn í með stuttum fyrirvara.
Hér að neðan má sjá dagskrá sýningar, PM og dagskrá úrslita, með hefðbundnum fyrirvara um villur og breytingar. Áætlað er að sýninganúmer berist þátttakendum í næstu viku.
Dagskrá laugardagur 10. ágúst | Dagskrá sunnudagur 11. ágúst |
PM laugardagur 10. ágúst | PM sunnudagur 11. ágúst |
Dagskrá úrslita 10. ágúst | Dagskrá úrslita 11. ágúst |