
Aðstoð við uppsetningu og niðurtöku
|
|
Time to read 0 min
|
|
Time to read 0 min
Kæru deildir, félagsmenn og áhugamenn
Þá líður að Júní sýningu félagsins og er undirbúningur í fullum gangi. Sýningin verður að þessu sinni sett upp föstudaginn 20.júní á Víðistaðatúni og er áætlað að byrja uppsetningu kl. 10. Við gerum okkur grein fyrir því að uppsetning skarast á við vinnutíma hjá mörgum, en við vonumst til að einhverjir vaskir sjálfboðaliðar sjái sér fært um að mæta.
Í boði verður að tjalda fyrir sjálfboðaliða strax að uppsetningu lokinni, fyrir aðra aðila má byrja að tjalda kl 16:00
ATH að þau ykkar sem eru með bás byrjar uppsetning á þeim ekki fyrr en kl. 13:00
Þegar sýningu lýkur á sunnudag bíður okkur skemmtilegt verkefni að taka niður sýninguna og væri frábært að fá sjálfboðaliða til að aðstoða okkur með það. Áætlað er að niðurtaka sé að byrja um 17:30
Hægt er að skrá sig í skjalinu hér: https://docs.google.com/spreadsheets/d/1zliNufXFcGXLN2SS4bCW7qAU75py5fz1Y6qZag_0aIs/edit?usp=sharing
Annars vonum við að þið njótið sýningarinnar með okkur
Bestu kveðjur starfsfólk skrifstofu