Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 1 min

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn þriðjudaginn 29. apríl 2025 í húsnæði félagsins, Melabraut 17, Hafnarfirði og hefst kl. 20:00.

Dagskrá:

  1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
  2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
  3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
  4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
  5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
  6. Lagabreytingar.
  7. Formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga til formanns og annarra stjórnarmanna kosnum skv. 10. gr.
  8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
  9. Kosning siðanefndar.
  10. Önnur mál.

Kosning formanns, tveggja stjórnarmanna og eins varamanns fer fram með rafrænum hætti og stendur frá kl. 18:00 þriðjudaginn 22. apríl 2025 til kl. 18:00 þriðjudaginn 29.apríl 2025, sbr. 10. gr. laga HRFÍ.

Til að greiða atkvæði skal farið inn á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is) og finna þar tengil fyrir kosningar 2025, en kosningin fer fram í gegnum VALMUND, kosningakerfi Advania Ísland ehf.

Til þess að kjósa með rafrænum hætti þarf félagsmaður að hafa nettengdan snjallsíma eða tölvu og rafræn skilríki. Jafnframt þarf félagsmaður að vera á kjörskrá, sbr. 5. gr. laga HRFÍ.

Til að greiða atkvæði fer félagsmaður inn á heimasíðu HRFÍ og finnur þar tengil fyrir kosningar þar sem hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum. Eftir auðkenningu birtast kjörseðlar.

Við atkvæðagreiðslu formanns skal kjósa einn einstakling til tveggja ára, en mögulegt er að taka ekki afstöðu.

Við atkvæðagreiðslu til stjórnar skal kjósa að hámarki tvo einstaklinga til tveggja ára, en mögulegt er að kjósa einn einstakling eða taka ekki afstöðu.

Við atkvæðagreiðslu varamanns skal kjósa einn einstakling til tveggja ára, en mögulegt er að taka ekki afstöðu.

Mögulegt er að endurtaka atkvæðagreiðslu þar til kjörfundi lýkur, en ný atkvæðagreiðsla ógildir þá fyrri þannig að einungis síðast framkvæmda atkvæðagreiðsla gildir.

Nánari upplýsingar um framkvæmd kosninganna og reglur sem um þær gilda eru á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is).

 

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands