Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands 18. apríl 2024

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 2 min

Aðalfundur Hundaræktarfélags Íslands verður haldinn fimmtudaginn 18. apríl 2024 í húsnæði félagsins, Melabraut 17, Hafnarfirði og hefst kl. 20:00

Dagskrá er sem hér segir:

1. Skipan fundarstjóra, fundarritara og lögmæti fundarins kannað.
2. Skýrsla stjórnar HRFÍ.
3. Ársreikningar félagsins ásamt skýrslum löggilts endurskoðanda og félagskjörinna skoðunarmanna fyrir síðastliðið ár, lagðir fram til staðfestingar.
4. Skýrsla um starfsemi siðanefndar.
5. Starfs- og fjárhagsáætlun stjórnar samþykkt fyrir næsta starfstímabil.
6. Lagabreytingar.
7. Formaður kjörstjórnar kynnir niðurstöður rafrænna kosninga stjórnarmanna kosnum skv. 10. gr.
8. Kosning tveggja félagskjörinna skoðunarmanna og tveggja til vara.
9. Kosning siðanefndar.
10. Önnur mál.

Kosningarétt og kjörgengi á fundinum hafa þeir sem greitt hafa félagsgjald sitt fyrir 2024, fyrir kl. 18.00, þann 4. apríl 2024. Hægt er að greiða félagsgjald með millifærslu eða hafa samband við skrifstofu til að ganga frá greiðslu. Upplýsingar um reikningsnúmer má finna á heimasíðu félagsins www.hrfi.is.

Framboðfrestur til stjórnarkjörs rennur út 30. mars 2024 og verða nöfn frambjóðenda tilkynnt á heimasíðu félagsins 2. apríl 2024.

Kosið er um tvo aðila í aðalstjórn til tveggja ára og einn varamann fyrir þá stjórnarmenn til tveggja ára. Að þessu sinni verður að auki kosinn varamaður sitjandi aðalmanna til eins árs.

Endurskoðaðir reikningar munu liggja frammi á skrifstofu félagsins fimm dögum fyrir aðalfund.

Erindi sem fundarmenn vilja bera undir fundinn undir liðnum önnur mál skulu vera skrifleg og hafa borist stjórn HRFÍ fimm dögum fyrir aðalfund.  Slíkar tillögur um önnur mál liggja frammi á skrifstofu og á heimasíðu félagsins næsta virka dag eftir að þær berast. 

Kosning stjórnar- og varamanna fara fram með rafrænum hætti og hefst stjórnarkjör fimmtudaginn 11. apríl 2024 og stendur kjörfundur í eina viku eða til fimmtudagsins 18. apríl 2024 kl. 18:00.

Til að greiða atkvæði skal farið inn á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is) og finna þar tengill fyrir kosningar 2024, en kosningin fer fram í gegnum VALMUND, kosningakerfi Advania Íslandi ehf. 

Til þess að kjósa með rafrænum hætti þarf félagsmaður að hafa nettengdan snjallsíma eða tölvu og rafræn skilríki eða íslykil. Jafnframt þarf félagsmaður að vera á kjörskrá, sbr. 5. gr. laga HRFÍ.

Til að kjósa fer félagsmaður inn á heimasíðu HRFÍ og tengil fyrir kosningar þar sem hann auðkennir sig með rafrænum skilríkjum eða íslykli. Eftir auðkenningu birtast kjörseðlar. 

Við atkvæðagreiðslu til stjórnar skal kjósa að hámarki tvo einstaklinga til tveggja ára, en mögulegt er að kjósa einn einstakling eða taka ekki afstöðu.

Við atkvæðagreiðslu varamanna skal kjósa einn einstakling til tveggja ára og einn einstakling til eins árs, en mögulegt er að kjósa bara einn einstakling til annaðhvort tveggja eða eins ára eða taka ekki afstöðu.

Mögulegt er að endurtaka atkvæðagreiðslu þar til kjörfundi lýkur, en ný atkvæðagreiðsla ógildir þá fyrri þannig að einungis síðast framkvæmda atkvæðagreiðsla gildir. 

Nánar upplýsingar um framkvæmd kosninganna og reglur sem um þær gilda eru á heimasíðu HRFÍ (www.hrfi.is). 

Stjórn Hundaræktarfélags Íslands