Svar frá Icelandair

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

HRFÍ barst nýverið svar frá Boga Niels Bogasyni, forstjóra Icelandair, við erindi félagsins þar sem farið var fram á endurskoðun á ákvörðun flugfélagsins um að hætta flutningi hunda í farangursrými flugvéla sinna. Í svarbréfinu kemur fram að Icelandair hafi skoðað þann möguleika að útbúa nýjar vélar fyrir flutning gæludýra í farangursrými, en að niðurstaðan væri sú að gera það ekki. Ástæðan væri mikill kostnaður sem sala þjónustunnar stæði ekki undir, auk kolefnisspors.  Aðrar lausnir sem HRFÍ benti á, s.s. að nýta aðrar vélar sem hafa búnaðinn á innkomudögum einangrunarstöðva, reyndust einnig óframkvæmanlegar.

HRFÍ hefur lýst yfir vonbrigðum með þessa niðurstöðu en vonar að verði flutningur gæludýra í farþegarými heimilaður á ný, geti það skapað nýja möguleika. Félagið hefur einnig hvatt Icelandair til að fjölga áfangastöðum fyrir cargoflug gæludýra í Evrópu, þar sem Liege í Belgíu er í dag eina valkosturinn.

Svarbréf Icelandair má sjá hér.