Stjórn HRFÍ hefur óskað eftir fundi með MAST

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Stjórn HRFÍ hefur óskað eftir fundi með Matvælastofnun Íslands, MAST, hið fyrsta vegna þeirrar óásættanlegu stöðu sem upp er komin varðandi flutning gæludýra til og frá landinu. Í erindi félagsins er lýst þungum áhyggjum af banni við innflutningi smáhunda í farþegarými flugvéla og nýlegri ákvörðun Icelandair um að hætta að flytja hunda í farangursrými véla frá 1. nóvember. Félagið telur nauðsynlegt að eiga uppbyggilegt samtal við stjórnvöld um rýmkun á innflutningsreglum fyrir gæludýr til að bregðast við því ófremdarástandi sem er að skapast í þessum málum. Afrit af bréfi félagsins var sent til Matvælaráðuneytis og boðað að í framhaldi yrði óskað eftir fundi með nýjum ráðherra málaflokksins, að loknum kosningum.