Góðar fréttir frá Alþingi - Breytingar á lögum um fjöleignarhús
|
|
Time to read 2 min
|
|
Time to read 2 min
Mikilvægt skref var stigið í réttindamálum hundeiganda í gær, en þá samþykkti Alþingi frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Breytingarnar fela m.a. í sér að hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldi, jafnvel þótt íbúðir deili sameiginlegum stigagangi.
HRFÍ fagnar breytingunum og vill þakka ráðherra fyrir að hafa sett málið á oddinn. Fulltrúar félagsins áttu fund með Ingu um málefnið í byrjun árs og var einhugur um mikilvægi þess tryggja réttindi gæludýraeigenda er byggju í fjöleignahúsum. Á fundinum voru ráðherra m.a. kynntar niðurstöður rannsókna sem sýna óumdeilt hvað gæludýr hafa almennt jákvæð áhrif á líðan og líf fólks.
Í framsöguræðu sinni á Alþingi í haust undirstrikaði Inga Sæland að breytingunum væri ætlað að liðka fyrir hunda- og kattahaldi fólks óháð efnahag og búsetu – enda hefðu fyrri lög orðið til þess að íbúar í fjöleignarhúsum hefðu haft minni möguleika á slíku dýrahaldi en fólk í sérbýli. Um væri að ræða sanngjarnt og málefnalegt skref í átt að nútímalegri löggjöf um gæludýrahald, sem tæki mið af því hvernig fólk byggi og lifði í dag. Hún nefndi að rannsóknir sýndu fram á að nærvera gæludýra yki vellíðan, drægi úr einmanaleika og ýtti undir hreyfingu og útiveru. Margir litu á hund eða kött sem fjölskyldumeðlim og félaga, ekki síst einstæðingar, eldra fólk og ungt fólk í viðkvæmri stöðu.
Í stuttu máli fela lögin í sér að: