Ársfundur Svæðisfélags HRFÍ á Norðurlandi

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Ársfundur Svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi verður haldinn þriðjudaginn 20. febrúar nk. kl. 20. Fundurinn fer fram í húsnæði Búts, Njarðarnesi 9, Akureyri.
Dagskrá ársfundar verður sem hér segir:
Kosning fundarstjóra og skipan ritara.
Ársreikningar og skýrsla stjórnar lagðir fram til staðfestingar.
Kosning stjórnarmanna og varamanna
Önnur mál sem stjórn svæðafélags hefur vísað til aðalfundar eða félagið hefur sent stjórninni til umfjöllunar á aðalfundi. Tilkynning um þess háttar mál skal vera skrifleg og hafa borist stjórninni í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.
Hvetjum félagsmenn til að mæta og láta sig máli hundann okkar varða.
Stjórn svæðafélagsins heldur utan um augnskoðanir á vegum HRFÍ, sýningaþjálfanir sem og hlýðnipróf.
Með góðum kveðjum og von um að sjá sem flesta.
Stjórn Svæðafélags HRFÍ á Norðurlandi.