Ársfundur Mjóhundadeildar

Written by: Hundaræktarfélag Íslands

|

|

Time to read 0 min

Ársfundur Mjóhundadeildar ásamt heiðrun á stigahæstu hundum deildarinnar fer fram miðvikudaginn 26. febrúar nk. kl 18:00 - 20:00 á Kaffihúsi Dýrheima, Víkurhvarfi 5.
Dagskrá fundar:
Hefðbundin ársfundarstörf
Kosning í stjórn, þrjú sæti eru laus
Einnig viljum við ræða eftirfarandi málefni sem snúa að deildarstarfi okkar:
Deildarsýningar
Dómarar
Beituhlaup
Beituhlaupskeppni
Stigagjafabreytingar á sýningum
Heilsufarskoðanir
Að auki leitumst við alltaf við að bæta við fólki í beituhlaupshópinn okkar sem er tilbúið að koma og aðstoða okkur við að halda beituhlaupinu gangandi.
Mjóhundadeildin stækkar og stækkar og er því mikilvægt fyrir okkur að sjá og hitta félagsmenn og deildarmeðlimi til að heyra þeirra skoðanir á málum/viðburðum sem við erum að vinna að. 
Vonumst við til að sjá sem flesta. 
Stjórn Mjóhundadeildar